Færsluflokkur: Bloggar

Kalinn á hjarta eða kaldrifjaður?

Máltækið segir eftirfarandi " Enginn veit hvað undir annars stakki býr" og hefur það nú komið á daginn í hinu ömurlega morðmáli í Hafnarfirði.  Gunnar Rúnar Sigurþórsson er að mínu mati ekki kaldrifjaður morðingi þótt verknaðurinn hafi verið skipulagður í smáatriðum.  Hann er kalinn á hjarta og er í ástarsorg sem hefur því miður endað á þennan ömurlega hátt fyrir alla aðila.  Ég vil engan veginn verja það sem hann gerði því að það er voðaverk.  Ég tel hins vegar að hann eigi ekki heima í dæmigerðu fangelsi heldur á Sogni.  Ég votta fjölskyldu hins látna samúð mína og óska Gunnari góðs lífs.

Öryggið fram yfir trúarhitann!

Ekki er ég hissa á því að almenningur hafi ekki í jafnauknum mæli og áður farið til að biðjast fyrir við gröf heilags Jakobs og reyna að fá syndaaflausn í jafnauknum mæli og áður. Ég tel að almenningur sé farinn að sjá í gegnum allt prjálið og vitleysuna.  Heimurinn er orðinn opnari og fólk er farið að mennta sig meira og það er ekki hægt að segja því allt.   Ég held að ástæðurnar séu ekki bara dýr hótelherbergi, þrúgandi öryggisgæsla og örtröð.  Ég er sannfærð um að fólk er upplýstara og hefur betra við tímann og peningana að gera.

Gefið matarkort!

Þessar hungurraðir við Fjölskylduhjálpina á miðvikudögum eru síður en svo uppbyggjandi, hvort sem er fyrir þá sem standa í þeim eða fyrir þau sem horfa.  Þær eru ömurlegar.  Þær bera ástandinu í landinu glöggt vitni, gæðunum er misskipt.  Mannleg niðurlæging er mikil og jafnvel svo mikl að frumskógarlögmálið fær stundum að ráða sbr. frétt DV að ung kona var klóruð því að hún var sögð vera fyrir annarri.  Mér finnst þess vegna að það væri miklu nær að gefa fólki inneignarkort sem gætu komist í venjuleg seðlaveski og væru á stærð við debet- og kreditkort til að fólk gæti farið út í búð og haldið reisn sinni og virðingu.

Um bloggið

Kristjana Jónsdóttir

Höfundur

Kristjana Jónsdóttir
Kristjana Jónsdóttir
Ég er nemi í íslensku og þýðingarfræði við Háskóla Íslands. Ég er öryrki og hef mikinn áhuga á bókmenntum og hagsmunum öryrkja og þeirra sem minna mega sín.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband